Print Friendly, PDF & Email

Frískandi orkusprengja til að byrja daginn eða sem ferskur eftirréttur að kvöldi.

Mangó Lassi f. 4

  • 200gr frosið mangó í bitum
  • 6 msk hrein jógúrt eða skyr
  • 150 ml mjólk (kúa, möndlu, kókos eða hafra)
  • 1/4 tsk kardimommur, malaðar
  • 1/4 tsk engifer, malaður
  • 1/2 tsk salt
  • 1 msk hunang

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: enginn

Settu allt nema hunangið í kraftmikinn mixer eða matvinnsluvél og hrærðu vel saman.

Borið fram í glasi með skeið og hunanginu hellt yfir, þú getur líka sett meiri mjólk og haft þetta þynnra og notað rör.