Maísklattar fyrir 4
- 150gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk chiliflögur
- 3.5 dl mjólk
- 1 egg
- 225gr maís
- 4 vorlaukar, fínsaxaðir
- olía
Undirbúningstími: 5 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Settu hveiti, salt, lyftiduft og chiliflögur í skál og blandaðu vel saman. Hrærðu saman mjólkinni og egginu í annarri skál. Helltu eggja og mjólkurblöndunni yfir hveitiblönduna og hrærðu með gaffli þar til deigið er orðið kekkjalaust. Láttu standa í 2-3 mínútur og hrærðu þá maís og vorlauk saman við.
Steiktu á pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullnar.