Print Friendly, PDF & Email

Dásamlega bragðmikill pottréttur innblásinn af Norður-afrískri matargerð, með rauðum linsubaunum og þurrkuðum ávöxtum, kryddaður en sætur, ódýr og einfaldur.

 

Linsupottréttur fyrir 4

 • 3 apríkósur
 • 8 sveskjur, steinlausar
 • rifinn börkur af 1 lime
 • safi úr 1 lime
 • 1 tsk púðursykur
 • 1 msk cuminfræ
 • 1 msk olía
 • 1 lítill laukur, fínsaxaður
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 7 cm engiferrót, rifin
 • 250 gr rauðar linsubaunir
 • 2 lárviðarlauf
 • 900ml grænmetissoð
 • 100 gr döðlur, saxaðar

 

 

Undirbúningstími: 25 mínútur

Eldunartími: 45 mínútur

 

Settu apríkósurnar, sveskjurnar, limebörkinn og limesafann og púðursykurinn í matvinnsluvél eða mortél og búðu til mauk. Settu til hliðar.

Láttu pönnu á góðan hita og þurrsteiktu cuminfræin þar til þau fara að ilma vel, athugaðu að þau geta brunnið hratt, fylgdust vel með. Settu þau til hliðar.

Hitaðu nú olíuna á pönnu og steiktu laukinn og hvítlaukinn í 3-4 mínútur eða þar til laukurinn verður glær og mjúkur.

Bættu þá við engiferrótinni og steiktu í 1-2 mínútur í viðbót. Hrærðu vel í á meðan.

Nú malarðu cumin fræin og setur út í pönnuna, bætir svo við linsubaununum, lárviðarlaufunum og soðinu. Hrærðu sveskjumaukinu vel saman vaið og láttu þetta allt sjóða í um 25 mínútur eða þar til linsubaunirnar eru soðnar.

Döðlunum er nú bætt í og hrært vel, láttu þetta malla allt í 2-3 mínútur í viðbót.

Berðu fram með baunaspírum eða ferskum kóríander, granateplafræjum eða ferskri myntu, og heimagerðum flatkökum.

 

Þú getur geymt granateplafræ í frysti. Best er að ná fræjunum úr ávextinum með því að skera hann í 4 hluta. Fylltu nú skál með köldu vatni og brjóttu fræin úr ávextinum. Þau sökkva til botns á meðan aðrir hlutar ávaxtarins fljóta og auðvelt að veiða þá upp úr. Þerraðu svo fræin og settu í plastpoka inn í frysti. Nú áttu fersk granateplafræ þegar þér hentar