Print Friendly, PDF & Email

Lasagnarúllur með sveppafyllingu fyrir 4

 • 8-10 lasagnablöð
 • SÓSA
 • 2 msk ólífuolía
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 1 tsk capers, fínsaxað
 • 1 skallottulaukur, fínsaxaður
 • 1 msk rifinn parmesan
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 1 msk tómatpúrra
 • salt og pipar
 • FYLLING
 • 2 msk smjör
 • 200gr sveppir
 • 3 fínsaxaðir skallottulaukar
 • 400gr rjómaostur
 • 1 gulrót, fínsöxuð
 • 3 vorlaukar, fínsaxaðir
 • 150gr ostur, rifinn
 • 1 tsk oregano
 • handfylli steinselja
 • 1/2 tsk salt
 • 1 egg

Undirbúningur: 20 mínútur

Eldunartími: 45 mínútur

Hitaðu ofninn í 170°C.

Byrjaðu á að sjóða lasagneblöðin.

Á meðan pastað sýður útbýrðu sósuna.

Settu olíu í pott og steiktu hvítlauk, capers og skallottulaukinn í 1-2 mínútur. Helltu þá hökkuðum tómötum út í ásamt rifnum parmesan, tómatpúrru og smakkaðu til með salti og pipar. Láttu malla við vægan hita á meðan þú útbýrð fyllinguna.

Fylgdust vel með suðutímanum á lasagnablöðunum- þegar þau eru nærri fullsoðin þá tekurðu þau úr pottinum, skolar undir köldu vatni og leggur til þerris á bökunarpappír.

Til að gera fyllinguna þá seturðu smjör í pönnu og steikir sveppina, gulrótina og hvítlaukinn í 5 mínútur.
Settu í stóra skál helminginn af rifna ostinum ásamt rjómaostinum, oregano, salti og pipar, steinselju og eggi. Hrærðu vel saman. Bættu sveppunum við þegar þeir eru steiktir.

Til að fylla í rúllurnar þá byrjarðu á að setja helminginn af sósunni í botninn á eldföstu móti.

Settu fyllinguna inn í hverja rúllu, rúllaðu upp og settu í mótið, með lausa endann niður. Haltu áfram að fylla í rúllurnar þar til þú ert búin/n með hráefnið.
Helltu nú afgangnum af sósunni yfir og stráðu afgangnum af rifna ostinum yfir.

Bakaðu í ofninum í 25 mínútur.
Geggjað með fersku grænu salati og það er alveg tilvalið að drekka gott rauðvín eins og Tomassi Romeo með.
Verði þér að góðu.