Print Friendly, PDF & Email

Lambakebab fyrir 4

 • 500gr lambakjöt, í teningum
 • 1 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 3 msk tómatpúrra
 • 1 tsk cumin, malað
 • 2 tsk paprika, möluð
 • 2 msk hrein jógúrt
 • 2 msk ólífu olía
 • 1 tsk chiliflögur
 • 1 appelsína
 • 2 sveppir
 • 1 stór rauðlaukur
 • rósmarín

Undirbúningstími: 30 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Skerðu lambið í teninga, ekki of litla. Blandaðu salti, pipar, tómatpúrru, cumin, papriku, chili, jógúrti og olíu saman í skál og hrærðu vel. Settu kjötið út í og blandaðu vel saman, láttu marinerast í 15-20 mínútur.

Skerðu appelsínuna, sveppi og rauðlauk í bita.

Raðaðu á grillspjót appelsínum, kjöti, sveppum og rauðlauk – t.d. kjöt-appelsína-kjöt-laukur-kjöt-sveppur-kjöt-appelsína osfrv.

Settu spjótin á disk, dreifðu örlitlu af olíu yfir og smá rósmaríni.

Steiktu á grillpönnu í 5-10 mínútur eða á grilli – þar til kjötið er eins og þú vilt hafa það. Passaðu bara að elda það ekki of lengi svo það verði ekki þurrt.

Berðu fram með hrísgjórnum eða kúskús, fersku salati eða flatköku og jógúrtsósu. Það er gott að setja örlítið/hnífsodd af papriku út í jógúrt og smá ferskan kóríander, eða ferksa myntu. Allt eftir því hvað þér finnst gott.

 

Það eru til óteljandi tegundir af Kebabi.

Kebab kemur upprunalega frá Persíu og þýðir kjöt sem er eldað nálægt eldi á spjóti.

Tegundirnar eru m.a.: Shish, Döner, Kenjeh, Kakori, Burrah, Testi, Barg, Joujeh, Koubideh, Kalmi og margar fleiri.

Hvert land hefur svo sínar tegundir; Indland, Tyrkland, Pakistan, Malasía og meira að segja Kína ásamt mörgum öðrum. Í Finnlandi er til Kebakko, í NewYork er það City Chicken, í Nígeríu Suya.

Allt á þetta sameiginlegt að vera dásamleg leið til að elda mat.