Print Friendly, PDF & Email

Hér kemur uppskrift af kaffidrykk sem er tilvalinn í eftirrétt. Drykkinn má bera fram heitan eða ískaldan á mulinn klaka, með rjóma eða án, allt eftir smekk hvers og eins.

Kryddkaffi fyrir 2

  • 500ml vatn
  • 2 kanilstangir
  • 4 negulnaglar, heilir
  • 2 stjörnuanís
  • 25gr hrásykur
  • 20gr púðursykur
  • 5msk malað kaffi

Settu vatnið, kanilstangirnar, negulinn, stjörnuanísinn, hrá- og púðursykur í pott og láttu suðuna koma upp hægt og rólega.

Þegar þetta byrjar að sjóða þá lækkarðu hitann undir pottinum svo að rétt mallar og lætur malla í 20 mínútur. Taktu þá pottinn af hitanum og hrærðu kaffinu saman við og láttu trekkja í um 5 mínútur með lokið á pottinum.

Þar næst er þetta síað í ílát.

Þetta má drekka heitt eða ískalt. Mér finnst þetta rosalega gott út á mulinn klaka með smávegis rjóma út í.

“Ef