Print Friendly, PDF & Email

Það er stundum hægt að ná í krabbakjöt eða krabbahala í saltvatni, frosna eða niðursoðna. Það er dásamlegt að útbúa salat ofan á brauð úr þeim, ef þú getur ekki fundið krabba þá mæli ég með að þú prófir þessa uppskrift með góðri stórri rækju.

Krabbasalat

  • 150 gr krabbakjöt
  • 2 kartöflur, soðnar
  • 2 egg, harðsoðin
  • 3 msk majones
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • 2-3 msk söxuð steinselja
  • 1 vorlaukur, saxaður
  • nýmalaður svartur pipar

Byrjaðu á að sjóða kartöflurnar. Það er ágætt að setja eggin út í sama pott þegar eru um 5 mínútur af suðutímanum, slökkva svo undir og láta standa í 5 mínútur.

Flysjaðu kartöflurnar og eggin þegar þau hafa kólnað.
Settu majones, marið hvítlauksrif, saxaða steinselju og saxaðan vorlauk í skál og hrærðu vel.
Saxaðu nú niður kartöflurnar og eggin, mér finnst fara betur að saxa ekki of gróft, miða við um 5mm kubba.
Blandaðu kartöflunum og eggjunum varlega saman við og hrærðu svo krabbakjötinu við.

Frábært ofan á nýbakað brauð eða með kexi að eigin vali.

IMG_3632