Print Friendly, PDF & Email

Þú þarft að útbúa kryddblöndu sem fer bæði í kryddlög og soðvatnið fyrir þessa uppskrift. Þú getur svo notað afganginn af kryddblöndunni út í grillsósur eða útbúið meiri kryddlög og notað á bæði kjúkling og rautt kjöt – alger snilld fyrir grillsumarið sem er framundan.

Klístraður Kjúklingur

  • Kryddblanda
  • 2 tsk svört piparkorn
  • 3 stjörnuanís
  • 6 negulnaglar
  • 1 msk kanill
  • 1 msk fennelfræ
  •  –
  • 1 kjúklingur
  • 1 dl sojasósa
  • 2 tsk salt
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 4cm engiferrót, í sneiðum
  • 2 tsk kryddblanda
  • 4dl vatn
  •  –
  • Kryddlögur
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sojasósa
  • 1 tsk kryddblanda
  • 2 msk þurrt sherry eða hrísgrjónaedik
  • 1 tsk sesam olía
Undirbúningstími: 30 mínútur
Eldunartími: 60 mínútur

 

Byrjaðu á að gera kryddblönduna, malaðu allt kryddið mjög vel saman í kvörn eða mortéli. Settu til hliðar.
Skerðu kjúklinginn í tvennt.
Settu í stóran pott sojasósu, salt, hvítlauk, engiferrót og kryddblöndu ásamt vatninu og settu kjúklinginn í pottinn. Láttu sjóða í lágum hita í 7-10 mínútur á hvorri hlið, það þarf að snúa kjúklingnum. Passaðu að hafa nægilega lágan hita en samt að sjóði. Taktu kjúklinginn úr pottinum og settu í eldfast mót.
Hitaðu ofninn í 180°C.
Blandaðu saman hráefninu fyrir kryddlöginn og penslaðu kjúklinginn með honum.
 Steiktu kjúklinginn í ofninum í 45 mínútur til 1 klst, penslaðu hann reglulega með kryddleginum. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá þarf hann að standa í 10 mínútur áður en þú skerð hann.
Borið fram með stökku og góðu salati og hrísgrjónum.