Print Friendly, PDF & Email

Þessi er alger klassík, hentar kjúklingakjöti, nautakjöti, folaldakjöti, lambi og svíni. Láttu kjötið marinerast í smá af sósunni í 20 mínútur og penslaðu svo kjötið vel með sósunni á meðan þú grillar.

Klassísk BBQ sósa

 • 1 msk smjör
 • 1 lítill laukur, fínsaxaður
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • salt og pipar
 • 3 dl tómatsósa
 • 5 msk rauðvínsedik
 • 25 gr púðursykur
 • 3 msk Worchestershire sósa
 • 1 tsk chiliflögur
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 1/2 tsk paprikuduft, reykt
 • 1 tsk cuminfræ

Bræddu smjörið í potti við meðal hita, steiktu fínsaxaðan lauk og hvítlauk í 3-4 mínútur. Kryddaðu með salti og pipar.

Bættu nú tómatsósu, ediki, sykur, Worchestershire sósu og kryddinu saman við og láttu malla rólega í um 5-8 mínútur eða þar til þykkt.

Geymist í ísskáp í 1 viku.