Print Friendly, PDF & Email

Þessi er fljótleg og einföld og mettir svanga maga fyrir nokkrar krónur.

Kartöflusúpa f. 2

 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 msk smjör
 • 1 msk cumin fræ
 • 5 meðalstórar kartöflur
 • 1L kjúklinga eða grænmetissoð
 • 2 lárviðarlauf
 • 2 lúkufylli spínat eða kál
 • 200gr maís (frosinn eða í dós)
 • smá ostur
 • 250ml mjólk
 • 1 tsk hveiti
 • salt og pipar

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Bræddu smjör í stórum potti og steiktu laukinn þar til hann verður glær, í um 3-4 mínútur. Bættu þá cumin fræjunum við og steiktu í 1-2 mínútur þar til allt fer að ilma dásamlega. Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í litla bita. Settu kartöflurnar, soð, lárviðarlauf og spínat/kál út í pottinn og láttu suðuna koma upp. Láttu sjóða við hægan hita í 15-20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar.

Hrærðu þá maís út í og láttu sjóða í 2-3 mínútur. Blandaðu  mjólkinni og hveitinu saman svo að verði kekkjalaust og helltu í súpuna. Hrærðu stöðugt.

Taktu pottinn af hitanum og settu örlítið af rifnum osti út í, hrærðu til að hann bráðni.

Smakkaðu súpuna til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Æðisleg með nýbökuðu brauði eða fljótlegum pönnuskonsum.