Print Friendly, PDF & Email

Það er einfalt að útbúa sína eigin karríkryddblöndu og hún er svo miklu betri en þessi sem þú kaupir úti í búð. Að auki stjórnar þú hversu sterk/heit hún er.

Karrí kryddblanda

  • 2 msk kóríander, malað
  • 2 msk cumin, malað
  • 1 1/2 msk turmerik
  • 2 tsk paprikuduft
  • 1-2 tsk chilliduft
  • 1 tsk engifer, malað
  • 1 tsk sinnepsduft
  • 1 tsk svartur pipar, malaður
  • 1 tsk kanill, malaður

Öllu blandað vel saman í skál. Geymist í lokuðu íláti í 6mánuði eða meir.

Þetta krydd þarf að steikja þegar það er notað í matargerð, oftast segir uppskrift til um hvenær á að steikja kryddið og hvernig.