Print Friendly, PDF & Email

Rautt jólaglögg

  • 3 mandarínur
  • 1L rauðvín
  • 6 kanilstangir
  • ca 12 negulnaglar
  • 1 stjörnuanís
  • 10 svört piparkorn
  • 1 cm biti engiferrót, skorin í þunnar sneiðar
  • 175-225 gr púðursykur eða pálmasykur
  • smá skot viskí, koníak, vodki eða romm ef vill

 

Stingdu 6-8 göt á hverja mandarínu með hnífsoddi eða prjóni, settu þær í pott og helltu rauðvíninu út í ásamt negulnöglunum, kanilstöngunum, stjörnuanísnum, piparkornunum og engifernum. Láttu sjóða við lágan hita í 30 mínútur.
Settu þá 175gr af sykrinum saman við og hrærðu vel. Smakkaðu til. Ef þú vilt hafa glöggið sætara þá bætirðu meiri sykri saman við.
Síaðu í gegnum sigti yfir í stóra könnu eða fallegan pott sem þú getur leyft að vera sýnilegum ef þú vilt að gestir fái sér sjálfir. Annars hellirðu síuðu glögginu í hitaþolin glös.
Þú getur bætt smá af brenndu víni út í ef þú vilt.

Mér finnst best að leyfa gestum að raða sjálfir í glöggið og hafa í skálum möndlur og rúsínur og jafnvel auka kanilstangir fyrir þá sem það vilja.