Print Friendly, PDF & Email

Þessi ís er eggjalaus og þú þarft ekki ísvél til að búa hann til. Aðeins smá þolinmæði og nokkrar ferðir í frystinn.
Algerlega þess virði!

Jarðarberjaís 1L

  • 250gr jarðarber
  • 4 msk sykur
  • 1 dl súrmjólk
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 4 msk grísk jógúrt
  • hnífsoddur salt
  • 3 dl nýmjólk
  • 3 dl rjómi
  • 100gr sykur

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Kæling: 24 klst

Hitaðu ofninn í 160°C.

Byrjaðu á að hreinsa jarðarberin og skera þau í tvennt. Settu í eldfast mót og stráðu 4 msk af sykri yfir. Ristaðu í ofninum í 8 mínútur þar til þau eru mjúk og sýrópskennd.
Settu í matvinnsluvél eða maukaðu með töfrasprota.

Hrærðu súrmjólkinni saman við berjablönduna og settu til hliðar.

Blandaðu kartöflumjölinu við smá vatn í lítilli skál og hrærðu vel. Leggðu til hliðar.

Þeyttu saman grískri jógúrt og smá salti í lítilli skál og leggðu til hliðar.

Settu mjólk, rjóma og sykur í pott og láttu suðuna koma upp. Sjóddu á meðalhita í 5 mínútur. Taktu af hitanum og hrærðu vandlega kartöflumjölinu úr litlu skálinni saman við. Settu aftur á hitann og hrærðu vel þar til hefur þykknað. Taktu pottinn af hitanum.

Hrærðu nú grísku jógúrtinni út í rjómablönduna og passaðu að blandan sé kekkjalaus.
Hrærðu næst berja- og súrmjólkurblöndunni vel saman við rjómablönduna.

Láttu kólna í 20 mínútur eða svo, þeyttu þá blönduna í hrærivél í um 5 mínútur þannig að hún verði léttari í sér og loftkennd. Settu í skál og inn í frysti. Þarf að frjósa í 20-24 klukkustundir. Það er ágætt að hræra með gaffli í blöndunni á 30 mínútna fresti fyrstu 3-4 klst til að koma í veg fyrir kristallmyndun í ísnum.

Berðu fram með ferskum jarðaberjum.