Print Friendly, PDF & Email

 

Súkkulaðikökur með mjúkri miðju

  • 50 gr smjör (plús 1 msk til að smyrja formin)
  • 1 msk kakóduft
  • 120 gr Siríus Konsúm
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 100 gr sykur
  • 100 gr hveiti
  • 1/2 tsk chiliduft

 

Smyrðu frauðform (soufflé form eða önnur lítil hitaþolin form) vel að innan með smjörinu og hristu svo kakóduft inn í formin svo að þeki vel. Ég notaði frauðform sem eru rúmur desilítri á stærð.

Bræddu saman í potti súkkulaðið og smjörið, passaðu vel að brenni ekki.
Þeyttu saman í stórri skál eggin, eggjarauðurnar og sykurinn svo að verði ljóst og þykkt.
Hrærðu þá súkkulaðiblöndunni saman við og blandaðu vel.
Sigtaðu nú hveitið út í ásamt chiliduftinu (má sleppa) og blandaðu vel saman.
Helltu í frauðformin, ekki fylla þau alveg upp að brún, og settu svo í ísskáp og kældu í að minnsta kosti 15 mínútur. Þú getur haft þetta í ísskápnum í allt að 2 klst.

Hitaðu ofninn í 200°C.

Bakaðu í miðjum ofninum í 10 mínútur eða örlítið lengur. Þegar er komin góð dökk skorpa ofan á kökurnar og þær farnar að losa sig frá hliðunum á formunum er tími til að taka þær út.

Láttu kólna í 1-2 mínútur.

Þú getur hvolft þeim á disk eða borið fram í formunum. Dásamlegt er að hafa smávegis ís með eða gríska jógúrt.

Heitar súkkulaðikökur með mjúkri miðju

Heitar súkkulaðikökur með mjúkri miðju