Print Friendly, PDF & Email

Þessi pottréttur er fullur af dásamlegu bragði af uppskerunni og ofan á herlegheitunum í pottinum gufusjóðum við kryddbollur.

Frábær máltíð í miðri viku og verður bara betri upphitaður.

Haustpottréttur fyrir 4 svanga

 • Bollur
 • 100gr hveiti
 • 50gr smjör, mjúkt
 • 50gr rifinn ostur
 • 2 msk vatn
 • 3 msk steinselja, söxuð
 • Pottréttur
 • 3 msk ólífuolía
 • 8 skallottulaukar, helmingaðir
 • 250gr litlar nýjar kartöflur
 • 4 hvítlauksrif, helminguð
 • 250gr gulrætur, í bitum
 • 3 fennel, skornir í 8 bita hver
 • 600ml vatn
 • 2 teningar grænmetiskraftur
 • 3 dl hvítvín
 • 1 tsk sykur
 • 1 tsk sojasósa
 • 150 gr sveppir, sneiddir gróft
 • 1 kúrbítur, í lengjum
 • 2 tsk maísmjöl
 • 1/2 rautt chili, fræhreinsað og saxað
 • steinselja, söxuð
 • salt og pipar

Undirbúningstími: 20 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Byrjaðu á að búa til Bolludeigið. Hnoðaðu saman hveiti, mjúku smjöri og steinselju ásamt rifnum osti. Hnoðaðu í stóra kúlu og settu til hliðar.

Hitaðu olíu í stórum potti og steiktu skallottulauk í 2-3 mínútur eða þar til hann fer að mýkjast. Bættu þá við kartöflunum og steiktu í 6-7 mínútur. Ef þær eru stórar er gott að helminga þær, en slepptu alveg að flysja þær ef þær eru nýjar, þvoðu þær bara vel.

Næst seturðu hvítlauk, gulrætur og fennel. Gott er að láta um mínútu líða á milli þessara hráefna þegar þú setur þau í pottinn og steikja og hræra vel á meðan.

Helltu nú vatninu út í pottinn og settu grænmetiskraftinn út í, bættu við sykri, sojasósu og hvítvíni og láttu suðuna koma upp. Láttu sjóða undir loki í 10 mínútur.

Taktu nú lokið af.

Mótaðu 20-25 litlar bollur úr bolludeiginu og hafðu tilbúnar til hliðar.

Settu sveppina og kúrbítinn út í pottinn og láttu sjóða í 5 mínútur. Hrærðu maísmjölinu saman við smá vatn og helltu út í pottinn til að þykkja sósuna.

Láttu suðuna koma upp og raðaðu nú öllum bollunum ofan á pottréttinn, settu lokið á og láttu sjóða hægt og rólega í 15 mínútur. Ekki taka lokið af, passaðu bara að hafa lágan hita, rétt nægilegt til að viðhalda suðu. Þú mátt heldur ekki falla í þá freistni að hræra í pottinum, bollurnar verða að sitja ofan á pottréttinum og bakast í gufunni.
Saxaðu chili og steinselju og blandaðu saman.

Stráðu yfir pottréttinn og smakkaðu til með salti og pipar.

Verði þér að góðu.