Print Friendly, PDF & Email

Þessir eru frábærir á grillið eða steiktir á pönnu. Bragðmiklir og fljótlegir.

Grísaborgarar fyrir 4

  • BORGARAR
  • 400 gr grísahakk
  • 5 tsk rautt Thai chilimauk
  • 1 msk cuminfræ, ristuð
  • 1 rauðlaukur, rifinn
  • SALSA
  • 1 mangó, í teningum
  • 1 rautt chili, fræhreinsað
  • 1/2 lime, safi
  • 3 msk ferskar kryddjurtir að eigin vali/kóríander, basilikka, steinselja

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur+

Þurrristaðu cuminfræin á pönnu í 15-25 sekúndur, eða þar til allt fer að ilma, passaðu að brenna þau ekki. Blandaðu saman grísahakki, chilimauki, rifnum rauðlauk og ristuðum cuminfræjum í stórri skál. Hnoðaðu vel saman.

Kryddaðu til með smá salti og pipar og hnoðaðu í 4 eða 8 borgara. Best er að gera bollur eða kúlur og fletja þær svo á grillinu.

Penslaðu smá olíu á borgarana ef þú ætlar að grilla á grilli, annars seturðu örlitla olíu í pönnuna ef þú notar steikarpönnu.

Steiktu á hvorri hlið fyrir sig í 5-7 mínútur eða þar til þeir eru gegnum eldaðir.

Til að útbúa salsað þá skerðu mangóið í teninga í skál, fínsaxar chili og blandar saman við ásamt safa úr 1/2 lime. Settu kryddjurtir saman við.

Frábært að bera fram með salati eða kartöflubátum, grilluðum maís eða sætri kartöflu.