Print Friendly, PDF & Email

Þessi grillsósa er æðislega góð á allt kjöt, rabarbarinn gefur skemmtilega sætsúrt bragð. Þú getur þynnt sósuna með bjór eða pilsner ef þú vilt hafa hana mjög þunna. Athugaðu að sósan vill verða mjög þykk ef þú sýður hana lengi, en þú ræður suðutímanum – allt eftir því hversu þykka þú vilt hafa sósuna.

Rabarbara grillsósa

 • 10 döðlur, saxaðar
 • 400 gr rabarbari, í 1 cm bitum
 • 1 rauðlaukur, grófsaxaður
 • 1/2 rautt chili, fræhreinsað og saxað
 • 75 gr hrásykur
 • 3 msk hunang
 • 5 msk eplaedik
 • 1/2 tsk kanill, malaður
 • 1/2 tsk allrahanda, malað
 • 1/2 tsk engifer, malaður
 • 1/2 tsk sjávarsalt

Settu öll innihaldsefnin í pott, láttu suðuna koma upp og hrærðu stanslaust í á meðan. Lækkaðu hitann og láttu malla rólega í um 30-45 mínútur, allt eftir því hvað þú vilt hafa sósuna þykka.

Maukaðu sósuna með töfrasprota, í matvinnsluvél eða blandara. Til að þynna hana er gott að setja í hana bjór eða pilsner svo hún nái réttri þykkt.

Smakkaðu til með salti og pipar.

Geymist í ísskáp í 1 viku.