Print Friendly, PDF & Email

Fíflahlaup er fljótlegt að útbúa og er afar gott á ristað brauð. Svo er það líka gott út í jógúrt og súrmjólk -eða út á ís.

Athugaðu að nota bara gulu blómblöðin(krónublöðin) af fíflunum, í þeim grænu er beiskja sem við viljum ekki fá í hlaupið.

Fíflahlaup

  • 30gr hreinsuð fíflakrónublöð
  • 5 dl vatn
  • safi úr 1 sítrónu
  • 5 msk Melatin sultuhleypir(gulur)
  • 200gr sykur

Settu krónublöðin og vatn í pott og láttu suðuna koma upp, láttu sjóða við meðalhita í 10 mínútur.

Síaðu krónublöðin frá og settu vökvann í pott ásamt sítrónusafanum og sultuhleypinum. Láttu supltuhleypinn leysast alveg upp og settu þá sykurinn út í. Láttu sjóða rólega í 15 mínútur og hrærðu reglulega í blöndunni með sleif.
Sett í dauðhreinsaðar krukkur.

Geymist í ísskáp í 1 mánuð.