Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Fetaostur í sítrónuolíu
Print Friendly

Fetaostur í sítrónuolíu

 • 1 kubbur hreinn fetaostur
 • eða 1 krukka ókryddaður fetaostur
 • 75ml ólífuolía
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 2 msk sítrónusafi
 • börkur af 1/2 sítrónu, rifinn
 • 1 tsk svartur pipar, nýmalaður
 • 1/2 tsk cumin, malað
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • 1/2 tsk oregano
 • 2 greinar timian

Undirbúningur: 10 mínútur

Í ísskáp: 2-3 klst

Settu ostinn í stóra skál. Hrærðu öllu öðru saman í lítilli skál og helltu yfir ostinn. Hrærðu varlega til að blanda saman.

Láttu standa í 2-3 klst í ísskáp eða yfir nótt, til að bragðið nái að lagerast vel.