Print Friendly, PDF & Email

Það er einfalt að búa til ferskan ost heima og það þarf ekki sérstakan ostahleypi eða tæki til. Allt sem við þurfum er mjólk, sýrður rjómi eða súrmjólk og sítrónusafi, það þarf ekki sérstakan hitamæli heldur því þessi uppskrift er svo einföld.

Ferskur ostur

  • 1L nýmjólk
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1/2 tsk sjávarsalt

 

Eldunartími: 15 mínútur

Sigtun: 2-3 klst

 

Settu mjólk, sýrðan rjóma, sítrónusafa og salt í pott.

Láttu suðuna koma upp hægt og um leið og byrjar að sjóða þá lækkarðu nægilega til að hitinn haldist en sjóði ekki í pottinum.

Svona á þetta að malla í 15 mínútur. Þetta fer allt að hlaupa og ysta, sem er akkúrat það sem við viljum.

Klæddu nú sigti að innan með grisjuklút og helltu úr pottinum í sigtið. Ef þú vilt þá geturðu haldið eftir vökvanum sem rennur undan og notað hann í bakstur í staðinn fyrir mjólk.

Ekki láta koma þér á óvart hversu lítið verður eftir í sigtinu, hver arða af ostinum er dásamlega flauelsmjúk og algerlega verksins virði.

Láttu ostinn sitja í grisjunni í sigtinu í 2-3 klst og taktu svo og hnoðaðu í kúlu eða rúllu, settu smá salt og svartan pipar yfir og smávegis af góðri lífrænni extra virgin ólífuolíu.

Þetta er æðislegt með þunnu kexi og góðru rauðvínsglasi sem kvöldhressing. Það má líka setja ostinn í skál og hræra hann í sundur með gaffli og bæta í hann fínt skornu grænmeti eins og tómat og gúrku og þá er kominn fyrirtaks morgunverðarostur á hrökkbrauðið.

Osturinn geymist í 5-6 daga í ísskáp undir plasti.