Print Friendly, PDF & Email

Eplaglögg með hunangi

  • 6 meðalstór epli
  • 2 mandarínur
  • 2 kanilstangir
  • 1 múskathneta
  • 8-10 negulnaglar
  • 6-8 msk hunang (smakkist til)
  • 1.5 L vatn

 

Skerðu eplin í grófa bita, taktu úr þeim kjarnann en leyfðu hýðinu að vera á. Leggðu í stóran pott, skerðu mandarínurnar í stóra bita og bættu út í – hýðið má vera á þeim líka.

Settu kryddið út í pottinn; ef þú átt ekki heila múskathnetu þá getur þú sleppt því eða sett örlítið malað múskat út í (um 1 tsk).
Helltu hunanginu yfir og fylltu upp með vatni. Þú gætir þurft meira vatn, það á rétt að fljóta yfir ávextina. Ekki nota minna en gefið er upp samt.
Láttu suðuna koma upp og láttu sjóða við meðalhita með lokið af í um 1 klukkustund. Settu þá lokið á, lækkaðu vel undir rétt svo að suða haldist og sjóddu með lokið á í 90 mínútur. Smakkaðu til eftir suðutímann með hunangi og vatni ef þarf, bragðið á að vera sætt og kryddað.

Sigtaðu í gegnum grisjuklút í lok suðutímans til að ná kryddi og hrati frá.
Berðu fram heitt. Mér finnst gaman að geta boðið upp á að bæta í glösin eplabitum og mandarínusneiðum og stjörnuanís.

IMG_1743-2