Print Friendly, PDF & Email

Þetta geri ég oft í morgunmat um helgar, fljótlegt og einfalt og stappfullt af hollustu. Svo er þetta afar hentugur fljótlegur kvöldmatur, með salati og brauði.

Egg og tómatar fyrir 4

  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 2 msk tómatpúrra
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 tsk chiliflögur/þurrkað chili
  • salt
  • sykur
  • pipar
  • 4 egg

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.

Steiktu á stórri pönnu lauk og hvítlauk í smá olíu þar til laukurinn fer að byrja að brúnast. Settu þá tómata, púrru og chiliflögur saman við og láttu suðuna koma upp. Smakkaðu til með salti, sykri og pipar.

Settu í eldfast mót , gerðu 4 holur í tómatablönduna og brjóttu 1 egg í hverja holu. Settu inn í ofn og bakaðu þar til eggin eru tilbúin (5-7 mínútur).

Berðu fram með brauði til að moppa upp sósuna.