Print Friendly, PDF & Email

Það er einfalt og fljótlegt að útbúa sína eigin Chai Masala ( te kryddblöndu). Það eru til jafnmargar leiðir að því að laga chai og þeir sem það drekka, og því engin ein rétt uppskrift til. Grunnurinn að góðu chai eru bragðmikil svört telauf, ýmis krydd eftir smekk, sætuefni eins og hunang, og mjólk.

Ég mæli með að þið prófið hunang eða hrásykur þó þið drekkið venjulega ósætt te, sætan dregur fram fyllinguna í kryddinu.

Hér koma nokkrar ólíkar uppskriftir. Hverja þeirra líst þér best á?

 

Chai #1

  • 1 msk fennel fræ
  • 6 grænar kardimommur
  • 12 negulnaglar
  • 1 kanilstöng
  • 1cm engiferrót, skorin í þunnar sneiðar
  • 1/4tsk svört piparkorn
  • 7 bollar vatn

 

Sjóða allt þetta saman í 5 mínútur og láta trekkja í 10 mínútur.

Bæta þá í þetta 2msk Darjeeling telaufum og láta suðu koma upp, trekkja svo í 5 mínútur og sía í bolla eða gott ílát.

Bæta við þetta 6msk hunangi eða hrásykri og mjólk ef vill.

 

 

Chai #2

  • 3-4 cm engiferrót, skorin í þunnar sneiðar
  • 4 kanilstangir, brotnar í bita
  • 20 grænar kardimommur
  • 20 svört piparkorn
  • 12 negulnaglar
  • 1/2 tsk fennelfræ
  • 1/2 tsk allrahanda (heilt)
  • 1 vanillustöng
  • 5 bollar kalt vatn
  • 3msk hunang
  • mjólk

 

Allt sett í pott, nema hunang og mjólk, og athuga að hafa vatnið kalt.

Setja lok á og láta malla á mjög lágum hita í 50 mínútur.

Taka þá af hitanum og láta sitja með lokið á í 40-50 mínútur í viðbót.

Sigta og geyma í hentugu íláti. Þegar þig langar í bolla þá seturðu smá í pott og bætir mjólk og/eða hunangi í eftir smekk.[/two_third_last]

 

 

Chai #3

Einfalt 1 bolla chai
 
  • telauf
  • allskonar krydd
  • vatn
  • sykur
  • mjólk

 

Sjóðið vatn í potti, bætið þar við 2cm stykki af rifinni engiferrót og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Þá er vatninu hellt yfir telauf, ágætt að nota um 1 1/2 tsk af Darjeeling, og krydd. Kryddin geta verið öll þessi, eða nokkur: kanilstöng, 3-4 kardimommur, 2-3 piparkorn, 2-3 negulnaglar. Best er að mala kryddið til að fá sem mest bragð úr því á sem stystum tíma.

Látið trekkja í 2-3 mínútur og svo hellt í gegnum síu.

Sykur og mjólk eftir smekk.

Lagað chai má standa í allt að klukkutíma ósíað, en athugaðu að bragðið getur orðið mjög sterkt og jafnvel beiskt. Þess vegna er best að sía krydd og telauf frá vatninu eins fljótt og hægt er eftir suðu.