Print Friendly, PDF & Email

Þetta er fljótlegt og einfalt salat sem passar vel með öllum mat. Þú stjórnar hversu sterkt þú vilt hafa það með því hve mikið af Sriracha sósu eða Tabasco þú notar.

Þú getur notað sesam fræ í staðinn fyrir nigellufræ.

Gúrkusalat

  • 2 gúrkur, í sneiðum
  • 1/2 tsk salt
  • 1msk Sriracha eða 4 dropar Tabasco
  • 2 tsk sesam olía
  • 2 msk edik (hvítvíns eða hrísgrjóna)
  • 1 tsk hunang
  • 2 tsk nigellu fræ

Skerðu gúrkurnar í þunnar sneiðar og settu í sigti, stráðu saltinu yfir og láttu renna af þeim í smá tíma á meðan þú útbýrð dressinguna.

Settu í skál Sriracha sósuna, sesam olíu, edik og hunang og hrærðu vel saman.

Færðu gúrkurnar í stóra skál, helltu dressingunni yfir og blandaðu vel saman.

Stráðu nigella fræjunum yfir.