Print Friendly, PDF & Email

Þetta er rosalega ferskt salat úr rótargrænmeti. Það er alltaf gaman að breyta útaf í salatgerðinni og skera allt í borða, þetta salat er líka ákaflega fallegt á litinn.

Borðasalat f. 2

  • 1 gulrót
  • 1 lítil gulrófa
  • 1 hnúðkál
  • 1 rauðrófa
  • 2 tsk hörfræ
  • 1 tsk hlynsýróp
  • 1 msk sítrónusafi
  • smá sjávarsalt

Skerðu grænmetið með grænmetis/kartöfluflysjara í borða eða strimla í stóra skál og stráðu hörfræjunum yfir.

Hrærðu saman hlynsýrópi, sítrónusafa og sjávarsalti og helltu yfir salatið, blandaðu dressingunni vel saman við.

Settu í myndarlega heysátu eða hrúgu á disk.

_MG_1330