Print Friendly, PDF & Email

 

Bleikt drykkjarsýróp

500gr frosin hindber

300gr sykur

1 appelsína, skorin í sneiðar

1 sítróna, skorin í sneiðar

350ml kalt vatn

 

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 5 mínútur

 

Allt sett í pott og suðan látin koma upp, hræra vel og slökkva undir pottinum.

Láta kólna í pottinum, sigta svo í gott ílát eða flösku, ágætt að pressa smá á berin og sítrussneiðarnar með sleif til að fá allan vökva úr.

Hella svo í fallega flösku með þéttum tappa.

Þykknið geymist í ísskáp í 1 viku. Frábært út í ískalt vatn eða sódavatn og klaka með smávegis myntu.