Print Friendly, PDF & Email

Maukaðar baunir eða stappaðar eru ofboðslega góðar með fiski og kjöti og góð tilbreyting frá því að eltast við grænar kúlur út um allan disk.

Þær eru nauðsynlegt meðlæti með fish ‘n chips. Prófaðu bara –  þær eru líka meiriháttar hollar

Stappaðar baunir

  • 350 gr frosnar grænar baunir
  • 2 msk smjör
  • 5 msk rjómi
  • 6-8 myntulauf
  • salt og pipar

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 5 mínútur

Settu baunirnar í pott með sjóðandi vatni og láttu suðuna koma upp. Sjóddu í 3-4 mínútur eða þar til baunirnar eru heitar í gegn og farnar að mýkjast örlítið.

Bræddu á pönnu smjörið og bættu baununum út í ásamt rjómanum. Steiktu vel og stappaðu baunirnar á meðan.

Fínsaxaðu myntulaufin og hrærðu saman við og smakkaðu til með salti og pipar.