Print Friendly, PDF & Email

Þessa uppskrift er hægt að baka sem brauð eða möffins. Þetta er morgunverðarbrauð frekar en kaffibrauð og því ekki mjög sætt.

Bananakryddbrauð

 • 3 bananar, stappaðir
 • 75 gr hrásykur
 • 3 msk hunang
 • 2 dl kókosmjólk
 • 2 msk kókosolía
 • 225 gr hveiti eða spelt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk kanill, malaður
 • 1/2 tsk kardimommur, malaðar
 • 1/2 tsk engiferrót, rifin
 • 100 gr hnetur, múslí, granóla, rúsínur, grams

Undirbúningur: 10 mínútur

Bökunartími: 45-60 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C. Penslaðu brauðform að innan með olíu eða smjöri og stráðu hveiti í formið, passaðu að þetta nái vel út í öll horn og kanta, deigið er klístrað.

Stappaðu bananana í stórri skál, hrærðu saman við sykri og hunangi og kókosmjólkinni. Blandaðu þessu vel saman.

Hrærðu nú samanvið bananablönduna hveitinu, matarsódanum, saltinu og kryddunum. Settu hneturnar/gramsið út í síðast. Þú getur notað hvað sem er, morgunkorn, þurrkaða ávexti, múslí, hnetur, blandað saman því sem þú finnur. Það er svo skemmtilegt að bíta í sneið af þessu brauði og finna eitthvað nýtt í hverjum bita.

Helltu deiginu í formið og bakaðu í 50-60 mínútur. Ef þú ert að gera möffins eða minni brauð þá er gott að athuga hvort þetta er tilbúið eftir 40-45 mínútur.

Kældu í 10 mínútur áður en þú færð þér að smakka.

Verði þér að góðu.