Print Friendly, PDF & Email

Kúskús er frábært meðlæti því það tekur svo stutta stund að útbúa það.

Appelsínukúskús

  • 125gr kúskús
  • 1 dl vatn
  • 2 dl appelsínusafi
  • 7 döðlur
  • salt

Settu vatn, appelsínusafa og salt í pott og láttu suðuna koma upp. Slökktu undir og helltu kúskúsinu út í. Settu lok á pottinn.

Saxaðu döðlurnar niður. Eftir um 4 mínútur getur þú tekið lokið af pottinum og hrært upp í kúskúsinu með gaffli. Athugaðu að nota alltaf gaffal, ekki skeið, til að grjónin klessist ekki saman.

Hrærðu döðlunum út í.

Kúskús kemur frá NV-Afríku og nafnið kemur frá arabíska orðinu kaskasa, sem þýðir að mala smátt, eða Kiskis sem er lítill leirpottur sem er notaður til að gufusjóða grjón -eins og kúskús.