Print Friendly, PDF & Email

Hér koma fjórar einfaldar uppskriftir af dásamlegum dressingum fyrir sumarsalatið.

Ein með öllu

 • 2 dl majones
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 1 msk ólífuolía
 • 1/2 sítróna, safi og börkur
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 1 tsk salt
 • smá pipar
 • 1 dl súrmjólk
 • 2 msk tabasco
 • 1 msk púðursykur
 • 1 msk edik
 • smá steinselja og graslaukur

Undirbúningur: 5 mínútur

Settu allt hráefnið í matvinnsluvél og maukaðu í um 15 sekúndur þar til allt hefur maukast vel saman.

Þessi súrsæta

 • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
 • 2 msk smjör
 • 1 dl hvítvínsedik
 • 2 dl ólífuolía
 • 1 msk sojasósa
 • 1 msk hlynsýróp
 • 1 tsk púðursykur eða hrásykur
 • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Bið/Kæling: 10 mínútur

Settu smjörið á pönnu og steiktu skallottulaukinn við lágan hita í 20 mínútur eða þar til hann verður mjúkur og fer að verða sætur.

Kældu í 10 mínútur og blandaðu svo saman við öll hin hráefnin.

Smakkaðu til með salti og pipar.

Appelsínu og sesam dressing

 • 3 msk repjuolía
 • 3 appelsínur, safi
 • börkur af 1 appelsínu
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk sesamfræ
 • 2 tsk Dijon sinnep
 • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Ristaðu sesamfræin á pönnu í 30 sekúndur. Settu í skál ásamt appelsínusafa, sinnepi, sítrónusafa og þeyttu vel saman. Rífðu börk af 1 appelsínu út í og smakkaðu til með salti og pipar.

Klassísk frönsk

 • 3 msk ólífu olía
 • 2 msk sítrónusafi
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 1 tsk sinnepsduft
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Blandaðu öllu saman í skál og þeyttu vel saman.

Það er gott að rífa á rifjárni einn skallottulauk, kreista smá sítrónu- eða lime safa yfir, þá eldast laukurinn og verður sætur og missir rammt laukbragðið. Hræra svo smá olíu saman við og 1 tsk af hunangi.

Góð olía og salt og nýmalaður pipar stendur alltaf fyrir sínu yfir salat, hvort sem það er ólífuolía, valhnetuolía eða hvaða olía sem er í uppáhaldi hjá þér.

Hvað finnst þér best?