Kjúklingasúpa

með chili og tómat Þessi er algert æði og tekur enga stund. Frábær, fljótlegur kvöldmatur. Uppskriftin nægir fyrir 4-5 ef þú notar kjúkling, fyrir 4 ef þú gerir grænmetissúpu

Linsubaunasúpa

fullkomin með nýbökuðu brauði Fljótleg og einföld - og svakalega góð.

Picadillo súpa

með kjöthakki og spínati Þessi súpa er full af bragði og orku og það tekur enga stund að útbúa hana.

Kartöflusúpa

með maís og spínati Þessi er fljótleg og einföld og mettir svanga maga fyrir nokkrar krónur.

Tofusúpa

bragðmikil og ljúffeng Þessi súpa hentar vel þegar þú þarft að taka til í ísskápnum. Í hana geturðu notað hvaða grænmeti sem er og magnið í uppskriftinni er ekki heilagt, þú mátt nota miklu meira af grænmeti ef þú vilt.

Krydduð kjúklingasúpa

bragðmikil kjúklingasúpa frá Vestur-Afríku Þessi súpa er bragðmikil og þú getur sett í hana hvaða grænmeti sem er og haft hana svo þykka að hún er næstum eins og pottréttur. Berðu hana fram með grófu brauði.

Rauðrófusúpa

Yndislega djúprauð, fersk og holl Rauðrófan er ódýrt hráefni en afar hollt og rauðrófusúpan þekkist víða um heim undir nafninu Borscht. Þessa súpu er hægt að frysta.

Harira

Dásamleg kjötsúpa með baunum og lambakjöti með arabískum áhrifum. Frábær tilbreyting þegar þig langar í lambakjötsúpu.