Karamellu ís

sætur og saltur Þessi karamelluís er með miklu karamellubragði og við notum sjávarsalt til að fá smá seltu á móti sætu bragðinu. Það er mjög gott að bera þennan ís fram með valhnetum eða pistasíum.

Moussaka

Moussaka er hálfgert lasagna Grikkja, úr lamba- eða nautakjöti og eggaldinsneiðar notaðar í stað pasta. Mússakan er langt í frá megrunarfæði og fyllir alla maga á örskots stund. Þú þarft dágóðan tíma til að elda Mússöku, það er ágætt að velja sér eitthvað til að hlusta á eða hafa félagsskap ...

Ferskur ostur

Heimalöguð kotasæla eða ferskostur Það er einfalt að búa til ferskan ost heima og það þarf ekki sérstakan ostahleypi eða tæki til. Allt sem við þurfum er mjólk, sýrður rjómi eða súrmjólk og sítrónusafi, það þarf ekki sérstakan hitamæli heldur því þessi uppskrift er svo einföld.

Chai Masala

Ilmandi blanda af telaufum og kryddi eftir indverskri hefð. Það er einfalt og fljótlegt að útbúa sína eigin Chai Masala ( te kryddblöndu). Það eru til jafnmargar leiðir að því að laga chai og þeir sem það drekka, og því engin ein rétt uppskrift til. Grunnurinn að góðu chai eru bragðmikil ...