Kartöflusalat

sem meðlæti eða eitt sér Þetta er afar ferskt og gott kartöflusalat og tilvalið að nota nýjar kartöflur í það. Því minni sem kartöflurnar eru, því betra, og þú þarft ekki að hugsa um að flysja þær. Ef þú notar stórar kartöflur þá þarftu að skera þær í tvennt eða fernt, í munnbitastærð.

Silungasúpa

gamaldags og dásamleg Þessi súpa er sumarsúpa í mínum huga, einhverjir þekkja hana sem laxasúpu eða lúðusúpu og hver fjölskylda virðist hafa sína útgáfu af henni.

Steiktur kjúklingur

með jógúrti, sítrónum og hvítlauk Borinn fram með salati og ristuðum kartöflum sem þú býrð til í sömu skúffu og þú steikir kjúklinginn í, dásamlega bragðmiklar!

Picadillo súpa

með kjöthakki og spínati Þessi súpa er full af bragði og orku og það tekur enga stund að útbúa hana.

Egg í kápu

egg hjúpuð með krydduðum kartöflum Þetta er virkilega skemmtileg leið til að hafa egg í matinn, það verða allir pakksaddir af einni svona sprengju. Eggin eru mjög góð borin fram með stöppuðum sætum kartöflum eða stappaðri sellerírót eða blómkálsstöppu ásamt fersku grænu salati.

Kartöflusúpa

með maís og spínati Þessi er fljótleg og einföld og mettir svanga maga fyrir nokkrar krónur.

Bauna- og kartöflukarrí

fljótlegt og bragðmikið Í þetta karrí má nota allskyns baunir; svartaugabaunir, smjörbaunir, kjúklingabaunir. Þú getur notað þurrkaðar baunir sem þú sýður sjálf/ur eða baunir úr dós.

Morgunverðarrúllur

kartöflur, egg og beikon og meira til Sláðu í gegn við morgunverðarborðið eða í brunch. Svo er þetta líka flott létt máltíð hvenær sem er að deginum.