Rækjunúðlur

Frábær og fljótlegur kvöldmatur, tilvalið þegar þarf að taka til í ísskápnum því í þetta getur þú notað flestallt grænmeti. Þú getur notað hvaða grænmeti sem er, en nauðsynlegt er að nota chili, engifer og hvítlauk.

Picadillo súpa

með kjöthakki og spínati Þessi súpa er full af bragði og orku og það tekur enga stund að útbúa hana.

Sólarsósa

frábær með fiski og baunaréttum Þessi sósa er dásamlega bragðgóð og passar vel með baunaréttum og fiski. Prófaðu hana næst þegar þú færð þér fisk.

Borðasalat

Einfalt og fljótlegt og brakandi ferskt salat úr rótargrænmeti. Það er alltaf gaman að breyta útaf í salatgerðinni og skera allt í borða, þetta salat er líka ákaflega fallegt á litinn.

Blómkáls- og rófupickle

Litríkt og bragðmikið Þetta pickle sækir bragðið í pakistanska matargerð, einfalt en bragðmikið og passar vel með grænmetis- og baunaréttum. Það sem er frábært við þessa uppskrift er að þetta kostar lítið sem ekkert en er alveg meiriháttar að eiga til að bera fram með mat og koma fólki á ...

Kókossúpa með risarækju

Ljúffeng hversdagssúpa Þessi súpa ætti eiginlega að heita Tekið-til-í-ísskáp-og-frysti-og-búri þar sem að í hana getur farið hvað sem er. Eina sem við þurfum að eiga er kókosmjólk og grænt chilimauk, afgangurinn er það sem hendi er næst, allskyns grænmeti, fiskur eða sjávarréttir, núðlur, ...

Grænmetissoð

Ef þú hefur tíma til að útbúa þitt eigið soð þá muntu ekki sjá eftir því, munurinn á alvöru soði og soði úr súputeningum eða dufti er ótrúlegur. Þessi uppskrift er fyrir 12-15L pott en að sjálfsögðu má gera minna magn, það getur verið sniðugt að nota grænmetisafganga og flus, afskurð og annað ...

Einfalt gulróta- og hnetubrauð

Fljótlegt og einfalt! Þetta brauð er afar hentugt til að klára úr mjölpokunum inni í skáp, hver kannast ekki við að eiga eins og hálfan bolla af rúg, hálfan af spelti, minna af hveitikími osfrv. Við þurfum bara að ná í 400gr samtals, ath þó að nota ekki meira en 70gr af höfrum. Grísku ...