Margir halda að það sé stórkostlegt og óyfirstíganlegt vandamál að breyta og bæta mataræði sínu og lífstíl.
Ég er búin að vera að flytja fyrirlestra um breytt og bætt mataræði í mörg ár. Þar er ég að sýna fólki fram á að þetta er ekkert flókið og jafnvel er hægt að gera ótrúlega litlar breytingar sem skila miklum árangri.

Í dag eru heilsubúðir á öðru hverju götuhorni og stórmarkaðirnir keppast við að auka hillupláss fyrir heilsuvörur. Aðgengi og úrval lífrænna matvæla er einnig orðið gott og hægt að fá vörur úr flestum vöruflokkum.
Það að skipta yfir í hollari matvöru og þá jafnvel lífræna þarf alls ekki að vera neitt meinlætalíf. Það er jafnvel hægt að fá kex, kökur og kartöfluflögur úr lífrænt ræktuðu hráefni, án aukaefna, skaðlegra fitusýra og án hvíts sykurs.

En á hverju er þá best að byrja, þegar söðlað er um og hugað er að hollustunni?

Ég mæli með að fólk byrji á því sem auðveldast er að breyta!

Prófið að skipta hvítu hrísgrjónunum út fyrir híðishrísgrjón, hvíta pastanu fyrir gróft heilkornapasta og froðubrauðinu (þessu venjulega úr bakaríinu) fyrir gróft brauð og þá helst gerlaust, laust við sykur, mjólk og aukaefni.

Þetta er auðvelt og allir geta gert þetta án fyrirhafnar.

Næst má telja sykurinn …

Ég ráðlegg öllum að reyna að minnka sykurneysluna. Þegar þið viljið fá ykkur eitthvað sætt, baka eitthvað gott eða gera ykkur dagamun, þá skiptir máli hvernig sykur þið notið.

Svo er það hveitið …

Það er hægt að nota margar aðrar skemmtilegar korntegundir í bakstur.

Nú er mál að opna hugann og gera breytingar.
Hleypa nýjum hlutum inn og njóta þess að gera eitthvað nýtt og spennandi.
Hver og einn gerir þetta á sínum hraða og gerir sitt besta.
Ef þið viljið svo gera enn meiri breytingar og ganga lengra, þá er kannski sniðugt að fara í persónulega ráðgjöf til næringarþerapista og stytta sér leiðina.

Hafið það gott og njótið lífsins!
Með heilsukveðju, Inga

Smelltu hér til að hitta Ingu Næringarþerapista á Facebook